24.4.2007 | 11:15
Þema liturinn í ár
Já þá er það ákveðið að Orange verður þemaliturinn í brúðkaupinu. Nú getið þið farið að kaupa ykkur hatta og skó í stíl. Ég bætti á tékklistann minn, nú eru um 20 atriði á honum. Kláraði 3 um helgina, hringapúðann, brúðarmeyjar kjóla og skó á stelpurnar. Voða glöð með það Annars er svo mikið að gera í skólanum að ég má ekkert vera að þessu núna
Verkefnin eru búin 4.maí og þangað til verður ekkert sofið.
Er einhver sem býður sig fram við að koma með mér og velja undirföt? mig vantar svona alveg sérstakt sem passar við kjólinn því hann er bara með hlýrum sko. Eins gott að Gunni lesi þetta ekki, má hann nokkuð vita hvernig kjóllinn er :) haha... Svo vantar mig ennþá skó. Það er allt morandi í hvítum skóm núna útaf fermingunum og því nóg í boði. Hinsvegar er ég svo mikill masókisti í mér að ég býð eftir að þeir verði allir teknir niður aftur(sem verður fljótlega) svo ég þurfi að gera dauðaleit af skóm. Mér finnst nefnilega ekkert verra en að leita mér af skóm.
Brúðurin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.