Þrír stórir hlutir eftir

jamm og jæja, nú eigum við eftir 3 stór atriði. Eða það finnst mér. Það eru boðskortin, sem fara í hönnun um helgina, hringarnir, búin að skoða í einni búð, og ljósmyndari. Einhverjar hugmyndir með það? Svo eru öll smáatriðin eftir, sem ég tek fyrir eftir stóru atriðin.  En fermingin er afstaðin og tókst svona vel líka. Gaman að halda hana í sama sal og brúðkaupið verður :) allt á einum stað. Hefðum svei mér þá átt að slá fullt af flugum í einu höggi og halda bara brúðkaupið um helgina. Æj það hefði kannski verið óskynsamlegt þar sem ég þekkti aðeins helming gestanna. En Eyjó var mjög ánægður með daginn og öll hans fjölskylda Smile það var svoldið sniðugt sem GP sagði í kirkjunni þegar við settumst ÖLL. Af hverju eru 2 mömmur og 2 pabbar?? og svo pikkaði hún í pabba sinn og sagði: Af hverju eignaðist mamma hans Eyjó, hann með þér en Kristjönu Lind (hálfsystir hans) með öðrum manni? og hneykslunartónninn sem kom upp í henni þegar hun sagði öðrum manni. Fannst þetta algjör óþarfi að vera blanda mörgum pöbbum þarna inní.  Jæja , þetta var smá útidúr úr brúðkaupsumræðunni.  Nú ég er líka að spá í þema, er að spá í appelsínugult?? Einhver á móti því?

Þá getið þið fundið ykkur kjóla/bindi/hatta í stíl.  haha svo breyti ég þemanu yfir í grænt og allir verða ýkt hallærislegir. Það væri mér nú líkt að breyta fram á síðustu stundu.

 The wedding planner.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

miðvikudagur og ég er enn að bíða eftir boðskorti, ég er í símaskránni ef þú ert eitthvað óviss með heimilisfangið.

Bryndís (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:46

2 identicon

Hmmm spurning hvort þú ættir að fara íhuga hvort þér verði virkilega boðið Bryndís mín.

brúðurin (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband