7.2.2007 | 18:08
Í kjólinn fyrir...
Ákveðnar manneskjur hafa verið að reyna stressa mig því ég er ekkert byrjuð að skoða brúðarkjóla. Ég fór því í dag í eina brúðarkjólaleigu. Var reyndar búin að sjá kjól hjá þessari leigu á netinu sem mér leist vel á. Ég skoðaði í 5 mín og sá þá kjól sem mér leist rosalega vel á. Talaði svo við konuna um að ég hefði verið búin að sjá kjól á netinu, hvort hún ætti hann. Viti menn þá var það sami kjóll og ég hafði dregið fram þarna í búðinni. Talandi um ment to be. Hann var síðan til akkúrat í minni stærð, þarf aðeins að rengja um brjóstin, sökum þess að ég er ekki enn búin að fá mér sílikon en annars fullkomin. Ótrúleg heppni. Hann er reyndar bara til kaups en er samt á ansi góðum díl. Síðan sá ég fullkomna prinsessukjóla á snúllurnar mínar, alveg perfect. Þetta tók mig 15.mín.... Geri aðrar brúðir betur.
ÉG vildi nú ekki máta hann því Ragnheiður og Bryndís ætla koma með mér í mátunarleiðangur en konan vildi endilega að ég mátaði, bara til að sjá hvort síddinn passaði. Ég reyndi að komast hjá því sökum þess að ég var illa lyktandi, í sitthvorum litnum af sokkum og í engum brjóstahaldara. hahaha En ég mátaði. veit ekki hvað blessuð konan hefur haldið. En ef þetta er ekki týpískt ég þá veit ég ekki hvað.
Nu síðan sýndi hún mér einhverja skó sem voru jú allt í lagi, maður verður víst að fórna puma skónum einn dag. Finnst samt frekar ömó að borga 9000 kr fyrir skó sem ég nota í 1 dag. Því ég veit að ég nota þá ALDREI aftur Nú svo fór ég í Hagkaup og sá útundan mér í útsölurekkanum hvíta skó. SKokkaði að hillunni og viti menn, þarna voru alveg eins skór (nánast) í minni stærð, bara til eitt par og verðið....... HEILAR 750 kr á útsölu. haha... Svo þessi dagur var ótrúlega góður og kláraði ég þarna á klukkutíma alveg 15% af brúðkaupslistanum.
vú hú hú
brúðurin
Athugasemdir
Rosa dugleg! Mikið frá þegar kjóllinn er klár. Varðandi boðskortin þá held ég að við höfum sent þau út í febrúar (giftum okkur í byrjun apríl).
Gaman að fylgjast með þessu hjá þér!
Kv. Bettý
Bettý (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:45
Þú ert náttúrulega snillingur!!! Svona á maður að gera þetta :-) Hefði gefið mikið til að sjá þig í fallega kjólnum og mislitum sokkum við!! hahaha
Hlakka mikið til að sjá kjólinn ! ...jú og þig líka:-)
Kv.Stína
Stína (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 10:06
er hægt að fá ósamstæðar sokkabuxur?
Bryndís (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 10:18
hahaha, hefði viljað vera fluga á vegg!! Ég er viss um að fáar brúðir hafi haft svo lítið fyrir klæðnaðinum á stóra deginum :) En þú ert söm við þig, afgreiðir hlutina á snöggan og öruggan máta.
Klara (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.