30.1.2007 | 10:53
Neyðartaskan
Úff það er EINS GOTT að maður gleymi ekki neyðartöskunni. :)
Hér er um að ræða mikilvægan hlut sem engin ætti að láta vanta. Þetta er í fljótu bragði sagt taska eða poki með nokkrum nauðsynjavörum sem oft vilja gleymast. Þessi taska á að fylgja brúðurinni og einhver nákominn þarf að bera ábyrgð á því að hún sé til staðar allan tímann. Innihald töskunnar skiptist í mismunandi hópa.
· Verkjatöflur.
· Brjóstsviðstöflur, þær eru til sem tuggutöflur.
· Plástrabox með mis stórum plástrum í húðlit.
· Nefsprey, gott að nota ef það byrjar að leka úr nefinu.
· Hálsbrjóstsykur, hann eykur líka munnvatnið.
· Magastyllandi lyf eins og t.d. Samarin. Það er leyst uppí vatni og er gott við ónoti í maga.
· Dömubindi eða innlegg.
· Glært púður sem brúðhjónin geta notað fyrir myndatökuna.
· Blautklútar, þeir eru hentugir til handaþrifs o.fl.
· Tissjú-pakki úr mjúkum pappír svo nefið verði ekki rautt.
· Hárspennur (bobby pins) og nóg af þeim.
· Barnapúður (virkar m.a. mjög vel til að fela bletti á hvíta/ljósa kjólnum-bara rétt að bleyta og svo skella púðrinu yfir).
· Snyrtidót (ef eitthvað skildi týnast).
· Hreynsikrem fyrir andlitið og ef klínist í fötin.
· Fatarúlla. Alveg bráðnauðsynlegt, sérstaklega fyrir dökk föt.
· Svitalyktareyðir.
· Ilmavatn og rakspíri.
· Naglaþjöl.
· Naglalakk, þá sérstaklega ef brúðurinn er með litað naglalakk en einnig glært naglalakk til að stoppa lykkjuföll á nælon sokkabuxum.
· Naglalakkaeyðir.
· Lítil handklæði sem eru tilvalin til að setja um hálsinn þegar verið er að snyrta og laga andlitsmálinguna.
· Hárþurka. Hún nýtist ekki einungis fyrir hárþurkun heldur líka blaut svæði eftir blettaþvott á fötum.
· Hársprey og aðrar hárvörur (bursti, greiða, gel, glimmer o.fl.).
· Tannbursti og tannkrem.
· Eyrnapinnar.
· Nál og tvinni í ýmsum litum (fyrir brúður, brúðguma, foreldra o.fl.).
· Auka tölur og smellur.
· Straujárn.
· Auka sokkabuxur í þeim lit sem notast er við.
· Sikkrisnælu, þær eru til alls nýtanlegar.
· Lítil skæri.
· Blettaeyðir fyrir fataefni (til eru efni sem virka á misjafna bletti t.d. rauðvínsbletti-blóð-grasgræna o.s.frv.).
· Gott er að hafa litla símabók með upplýsingum um t.d. símanúmer og nöfn þeirra aðila sem verið er að kaupa þjónustu af (ljósmyndari, blómaverslun, veitingaþjónusta, söngvarar o.fl.).
· Hleðslutæki fyrir GSM-símann.
· Auka myndavélar.
· Svaladrykki, sótavatnið er m.a. gott til notkunar á blettahreynsun.
Límbandsrúlla, maður veit aldrei hvað þarf að líma saman (kökutoppurinn, skóhælar eða kerti).
:) Það er spurning um að fara fjárfesta í GÁMI!! Þetta kemst ekki fyrir í TÖSKU :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.