Engin niðurtalning?

Mér til mikillar furðu er engin niðurtalning á þessu bloggi, allavega hef ég ekki fundið hana. :(

Það hefur líka borið á því að fólk geti ekki skrifað í athugasemdir. Ég ætla sjá hvort það virkar núna hérna, annars færi ég mig á annað blog. Rétt í þessu var ég að klára að skrifa tékklistann fyrir brúðkaupið og ég verð bara að segja að ég skil ekki þetta stress í fólki, ég hef nógan tíma :)

Það er nú alveg makalaust þessi tékklisti á brudkaup.is :) Ég hló mig máttlausa að lesa hann. Læt hér fylgja nokkra gullmola:

9-12mán fyrir brúkaup 

  • Ákveða liti og þema á blómunum. Oft er talað um að ákveðið þema sé notað þ.e. að sömu blóm og litir eru notað í allar skreytingar og í brúðarvöndinn, jafnvel kerti og servéttur. Það þarf t.d. að panta brúðarvöndinn (muna eftir auka litlum vendi til að kasta til ógiftra kvenna), barmblóm fyrir svaramennina og brúðgumann og svo ef þið viljið þá þarf líka að panta: blómakörfur, skreytingar í kirkju, skreyting á brúðarbílinn, skreyting í veislusalinn o.fl.

Er þetta eitthvað djók? Á ég að ákveða blómin ári fyrir brúðkaupið? Ég ætla mér að gera þetta svona mánuði fyrr, tekur kannski klukkutíma.

4-6mán fyrir brúðkaup

  •  Það er ágætis regla að fara í skoðun til tannlæknis og heimilislæknis.  Við vitum aldrei hvenær t.d. tannpína gerir vart við sig Hvað þá ef við erum með of háan blóðþýsting sem gæti valdið vanlíðan þegar álag og streita fer að segja til sín við undirbúninginn.
  To late... svo ég strokaði þetta bara út
  • Það er í góðu lagi að minna mæður ykkar á að ákveða í hvaða fötum þær ætla að vera í. Þetta getur valdið hausverk en það má ekki gleyma að hægt er að leigja samkvæmisfatnað og því mikilvægt að hafa góðan fyrirvara.

hmm...þið segið nokkuð.

  • Kökuhnífur og spaði eru hlutir sem sum brúðhjón vilja eiga og því skemmtilegt að láta grafa nöfn og dagsetningu í sköftin.

í alvöru, vil fólk eiga svona :) ? án gríns ég er ekki að reyna vera neikvæð. finnst þetta bara ekkert spennandi að eiga kökuspaða :)

  • Sniðugt er að taka nokkra tíma í dansi fyrir brúðarvalsinn. Þetta er líka skemmtileg afþreying sem þið getið gert saman

:) Þetta er nú bara svona það sem mér fannst fyndnast.

Það sem við erum að byrja vinna í núna eru boðskortin, ætlum að hanna þau og prenta út. Nú svo er það brúðarkjóllinn. Þetta er svona efst á To do listanum mínum í febrúar.

Svo er ég að leita af bandi eða DJ í veisluna. ENdilega komið með tillögur.

kv, brúðurin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prófa aftur, gat ekki sett komment á síðustu færslu.

Klara (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 08:38

2 identicon

Jess, tókst.

Anna mín, þú verður nú að ákveða þemað... getur fengið tengdamóður mína lánaða, hún er mjög klár í svona þemaákvörðunum ;)

Klara (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 08:41

3 identicon

Má ég koma með á dansnámskeiðið!!!

kv, bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 10:48

4 identicon

Ahh.. ég gef þér kökuspaðann!!!

Begga (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband