Færsluflokkur: Bloggar
8.5.2007 | 12:10
Update á stöðu mála - 18 dagar til stefnu
Það er bara nánast ekkert eftir nema bíða
Skreytingar á bíl
Bílstjóri - anyone?
Hárskraut á stelpurnar og Önnu
Skó á brúðurina :) - Fundnir en á eftir að versla þá
Gestabók
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 14:01
Þá er mánuðurinn runninn upp
já nú er þetta farið að verða óþægilega stutt þegar maður getur sagt við giftum okkur 26. þessa mánaðar. OMG. Ég er enn í skólanum í verkefnum svo allur undirbúningur bíður þar til því er lokið. Ég var nú að spá í að skella mér til Barcelona með Gunna þar sem hann er að fara í vinnuferð aðeins 6 dögum fyrir brúðkaup!! En ég held ég sleppi því, er búin að koma til Barcelona og get örugglega fundið mér eitthvað til dundurs þennan tíma.
Af stöðu undirbúningsmála er þetta að frétta:
Það sem vantar:
Skreytingar í sal
Skreytingar á bíl
Bílstjóra
Brúðarvönd
Föt á brúðguma/svaramenn
Hárskraut á stelpurnar
Skó á brúðurina :)
Gestabók
Fór um helgina og keypti mér skart og brjóstahaldara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 11:15
Þema liturinn í ár
Já þá er það ákveðið að Orange verður þemaliturinn í brúðkaupinu. Nú getið þið farið að kaupa ykkur hatta og skó í stíl. Ég bætti á tékklistann minn, nú eru um 20 atriði á honum. Kláraði 3 um helgina, hringapúðann, brúðarmeyjar kjóla og skó á stelpurnar. Voða glöð með það Annars er svo mikið að gera í skólanum að ég má ekkert vera að þessu núna
Verkefnin eru búin 4.maí og þangað til verður ekkert sofið.
Er einhver sem býður sig fram við að koma með mér og velja undirföt? mig vantar svona alveg sérstakt sem passar við kjólinn því hann er bara með hlýrum sko. Eins gott að Gunni lesi þetta ekki, má hann nokkuð vita hvernig kjóllinn er :) haha... Svo vantar mig ennþá skó. Það er allt morandi í hvítum skóm núna útaf fermingunum og því nóg í boði. Hinsvegar er ég svo mikill masókisti í mér að ég býð eftir að þeir verði allir teknir niður aftur(sem verður fljótlega) svo ég þurfi að gera dauðaleit af skóm. Mér finnst nefnilega ekkert verra en að leita mér af skóm.
Brúðurin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 09:51
Tékklisti 17.apríl
úff er komin 17.apríl? ég hélt það væri mesta lagi 5.apríl Nú er ekki seinna vænna en að taka smá tékk á því sem eftir er að gera.
Hringar (erum búin að finna flotta hringa en ætlum að skoða aðeins meira)
brúðarvöndur
föt á brúðguma og svararmann og brúðarmeyjar
brúðarbíll
skart og skó á brúði
man ekki eftir fleiru gríðarlega mikilvægu sem ég á eftir að gera.
adios
A
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2007 | 23:59
Gömul íslensk hjúskaparhjátrú
Karlmaðurinn skar sig stundum til blóðs og laumaði blóðinu ofan í stúlkuna án vitundar hennar ef hann vildi ná ástum hennar. Þetta varð hann að gera án þess að hún vissi af og var þetta sagt duga vel.
Karlmaður gat líka tekið svartan agatstein og skrifa nafn sitt á hann og skafa nafnið ofan í messuvín og gefa draumadísinni það og mundi hann þá ná ástum hennar.
Konan hafði sjálf það ráð að koma einhvern veginn tíðablóði sínu ofan í manninn og munu ýmsar leiðir hafa verið notaðar til þess og mun þetta hafa verið blandað saman við bakkelsi t.d. hnoðað inní brauðdeig.
Ef kona er fljót að þurrka vot föt mannsins þýðir það að henni lítist vel á hann.
Ekki má bera út rúmföt hjóna á sunnudagsmorgni til að viðra þau því að þá verður hjónaskilnaður.
Ef bóndinn ferðast eitthvað út af heimilinu má konan ekki búa um rúmið þeirra sjálf fyrsta kvöldið sem hann er að heiman, því að þá koma þau aldrei framar í eina sæng.
Til að kona elski mann sinn skal hann gefa henni rjúpuhjarta að éta saxað í mat eða hafa tvær tungur undir tungu sér og kyssa hana.
Ef maður er hræddur um að konan hafi haldið framhjá sér skal hann leggja segulstein eða segulstál undir höfuð hennar sofandi; ef hún er honum trú, snýr hún sér að honum og faðmar hann, en annars snýr hún sér frá honum og veltir sér ofan á gólf, ef mikil brögð eru af.
Ef kona er ófrjósöm, skal hún drekka merarmjólk eða taka eista úr hafri eða ref, þurrka það í skugga, mylja það í duft og taka inn duftið í víni; þetta skal hún hvort tveggja gera rétt á eftir tíðum; gott er og, að konan hafi hærra undir lendum en herðum við mök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 23:54
Hefðir og Hjátrú
Gæfa
Það er talið færa brúði mikla gæfu ef hún mætir sótara, svörtum ketti, lambi eða dúfu á brúðkaupsdegi sínum. Það mun færa henni alveg sérstaka gæfu ef hún finnur kónguló í brúðarkjól sínum.
Þetta er snilld, :) HVERJAR eru líkurnar að maður mæti sótara á leið í kirkjuna? nú eða lambi ? :) :) hmmm....
Sótari
Það færir brúði gæfu að vera kysst af sótara á brúðkaupsdegi hennar.
Hvað er málið með þennan sótara??
Þröskuldur
Þegar nýgiftu hjónin ganga inná heimili sitt á brúðguminn að bera brúðina yfir þröskuldinn, því að það er slæmur fyrirboði ef brúðurin hrasar við inngöngu á heimilið.
Hef oft verið að velta því fyrir mér af hverju maðurinn heldur á konunni yfir þröskuldinn, nú já auðvitað svo hún HRASI ekki. hahaha.
Hvítur kjóll og auðæfi
Hvítir brúðarkjólar hafa ekkert með meydóm að gera. Í fornöld var mjög dýrt að bleikja vefnað og það þurfti að bleikja hann oftar en einu sinni. Því hvítari sem vefnaðurinn var þeim mun efnaðri hlaut fjölskylda brúðarinnar að vera. Tákn um meydóm eða hreinleika voru eftirfarandi: Að brúðurin hafði hárið slegið í athöfninni, appelsínublóm eða blómakrans borinn á höfði.
Ég sem hélt ég gæti blekkt ykkur í skjannavíta kjólnum mínum.
Ógæfa tengd saumaskap
Í gamla daga þótti það boða ógæfu ef brúðurin aðstoðaði við saumaskapinn á brúðarkjól sínum
Jamm, þess vegna þorði ég ekki að sauma minn kjól.
Hver ræður
Það er gömul hjátrú að það brúðhjónanna sem er fyrst til að festa kaup á einhverjum hlut eftir hjónavígsluna muni verða ráðandi aðilinn í sambandinu. Sumar hjátrúarfullar brúðir í dag búa svo um hnútana að þær geti keypt einhvern smáhlut af brúðarmeyjum sínum strax eftir hjónavígsluna til að tryggja sér ráðin.
shit stelpur, eruð þið til í að hafa tyggjó eða eitthvað sem ég get keypt af ykkur fyrir utan kirkjuna?
Húskötturinn
Viku fyrir brúðkaupið látið húsköttinn éta úr vinstri skónum ykkar til lukku.
ok, næs að fara í skóinn eftir að kötturinn er búin að éta úr honum?? jæja maður verður víst að láta sig hafa það.
Hrísgrjónakast
Það að kasta hrísgrjónum að brúðhjónunum á að fæða illa anda og trufla þá svo að hjónabandið verði öruggt.
:) ég vissi aldrei af hverju maður var að grýta þessum grjónum í fólk.
Með tertusneið í vasanum
Aðal brúðarmeyjan á að geyma tertusneið í vasa sínum á meðan brúðhjónin eru í brúðkaupsferð sinni ef hún vill giftast fljótlega.
oj barasta... geyma tertu í vasanum!!
Afhverju giftast svona margir í júní?
Júní hefur í margar aldir verið vinsælasti brúðkaupsmánuðurinn. Hver ætli sé ástæðan? Jú á 15. og 16. öld var maí sá mánuður þar sem fólk fór í sitt árlega bað. Akkúrat, það var aðeins hægt að fara í almennilegt bað einu sinni á ári. Þannig að flestir lyktuðu nokkuð þolanlega í júní og því var sá mánuður sá heppilegasti til að halda uppá annan eins merkisviðburð eins og brúðkaup. Júní er líka nefndur eftir rómversku gyðjunni Juno sem var sambærileg gyðja og Hera, gyðja byggingarlistar, heimilisins og verndari eiginkvenna.
við erum í lok maí, ég næ því kannski baðtímanum áður..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 16:18
Þrír stórir hlutir eftir
jamm og jæja, nú eigum við eftir 3 stór atriði. Eða það finnst mér. Það eru boðskortin, sem fara í hönnun um helgina, hringarnir, búin að skoða í einni búð, og ljósmyndari. Einhverjar hugmyndir með það? Svo eru öll smáatriðin eftir, sem ég tek fyrir eftir stóru atriðin. En fermingin er afstaðin og tókst svona vel líka. Gaman að halda hana í sama sal og brúðkaupið verður :) allt á einum stað. Hefðum svei mér þá átt að slá fullt af flugum í einu höggi og halda bara brúðkaupið um helgina. Æj það hefði kannski verið óskynsamlegt þar sem ég þekkti aðeins helming gestanna. En Eyjó var mjög ánægður með daginn og öll hans fjölskylda það var svoldið sniðugt sem GP sagði í kirkjunni þegar við settumst ÖLL. Af hverju eru 2 mömmur og 2 pabbar?? og svo pikkaði hún í pabba sinn og sagði: Af hverju eignaðist mamma hans Eyjó, hann með þér en Kristjönu Lind (hálfsystir hans) með öðrum manni? og hneykslunartónninn sem kom upp í henni þegar hun sagði öðrum manni. Fannst þetta algjör óþarfi að vera blanda mörgum pöbbum þarna inní. Jæja , þetta var smá útidúr úr brúðkaupsumræðunni. Nú ég er líka að spá í þema, er að spá í appelsínugult?? Einhver á móti því?
Þá getið þið fundið ykkur kjóla/bindi/hatta í stíl. haha svo breyti ég þemanu yfir í grænt og allir verða ýkt hallærislegir. Það væri mér nú líkt að breyta fram á síðustu stundu.
The wedding planner.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 10:01
Brúður í Koben
Já nú sit ég á hótelherbergi í kóngsins Kobenhavn og gef mér samt tíma til að blogga eilítið. Ég er hér í vinnuferð með Ragnheiði, Bryndísi og Guðný. Rosa fínt. Erum að fara eftir klukkutíma yfir til Lundar. Brúðkaupsundirbúningurinn gengur annars voða vel. Við erum búin að breyta um stað fyrir veisluna Eins gott að ég var svona sein að gera póstkortin. Ég er að hugsa um að segja ekkert um það núna hvar veislan verður, það kemur bara í ljós í kortinu. En tíminn líður hratt á gervihnattaröld og það er fullt ennþá eftir að gera svo þegar ég kem heim er eins gott að bretta upp ermar og klára dæmið. Það kom t.d í ljós þegar ég mátaði kjólinn með skónum að þeir passa ekki við
varð mjög svekkt, ætli ég geti þá nokkurntímann notað 750 kr skónna mína. En allra næsta mál á dagskrá er ferming Eyjó eftir viku, spáið í því það eru 17 ár!!! síðan ég fermdist... OMG
Læt þetta gott heita frá Koben. Over&Out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 21:39
Brúðarvöndurinn?
Vissuð þið að maki ykkar á að velja brúðarvöndinn? Þetta er víst gömul hefð og byggir á því að konan treystir manninum ÞAÐ vel að hún leyfir honum að velja fyrir sig brúðarvöndinn. :)
Er einhver hér sem hefur fylgt þessum reglum? Ég er sko meira en til í að láta Gunna redda vendinum. One thing less to think for me Hann er líka svo einstaklega smekklegur að ég treysti honum alveg 110% fyrir því.
Annars mátaði ég kjólinn í skónum og hvað haldiði? Passa ekki við, því það er dökkur hæll á þeim og þeir eru 2 cm of stórir líka. Svo nú er bara fara og mála hælinn hvítan og saga undan hælnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 15:29
Hljómsveit
Nú er búð að bóka hljómsveitina, stórsveitinn Hljómur frá Mosfellsbæ. Hef aldrei heyrt í þeim né séð. Treysti alfarið Klöru og Hirti. Svo ef ykkur finnst hún leiðinleg getiði skammað þau í veislunni. Þau verða sér merkt.
kv, Brúðurin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)