veislan

jæja ég er sko eiginlega komin með aðila til að elda handa okkur. Finnst samt eitthvað bögg í gangi því í safnaðarheimilinu eru þjónar svo hinn aðilinn þarf bara að kokka og senda matinn og kökuna.  Það er rosa lítið eldhús þarna svo það er ekkert hægt að elda á staðnum. Síðan þarf ég sjálf að velja servéttur og kertastjaka og skreyta salinn. sem er alveg ó my god. ...

Það er alveg í dæminu að flytja veisluna annað þar sem ég fæ allan pakkan og þarf ekki að standa í einhverjum skreytingum og kertaveseni. Hvað þá servéttuvali og náttlega finna liti á þetta allt saman.  Það freistar mín ekkert smá. EN þekkið þið eitthvað svona veisluþjónustur? Það er veisluþjonusta á vegum safnaðarheimilisins,  salatbarinn. Þekkir einhver það? Svo er líka í boði að vera á Hótel Loftleiðum. Þar þarf ég ekkert að skreyta Smile

ENdilega allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar. Þetta er ekki mér að skapi að þurfa fara velta mér uppúr einhverju svona. Errm


Í kjólinn fyrir...

Ákveðnar manneskjur hafa verið að reyna stressa mig því ég er ekkert byrjuð að skoða brúðarkjóla. Ég fór því í dag í eina brúðarkjólaleigu. Var reyndar búin að sjá kjól hjá þessari leigu á netinu sem mér leist vel á. Ég skoðaði í 5 mín og sá þá kjól sem mér leist rosalega vel á. Talaði svo við konuna um að ég hefði verið búin að sjá kjól á netinu, hvort hún ætti hann. Viti menn þá var það sami kjóll og ég hafði dregið fram þarna í búðinni. Talandi um ment to be. Hann var síðan til akkúrat í minni stærð, þarf aðeins að rengja um brjóstin, sökum þess að ég er ekki enn búin að fá mér sílikon en annars fullkomin. Ótrúleg heppni. Hann er reyndar bara til kaups en er samt á ansi góðum díl. Síðan sá ég fullkomna prinsessukjóla á snúllurnar mínar, alveg perfect. Þetta tók mig 15.mín.... Geri aðrar brúðir betur.

ÉG vildi nú ekki máta hann því Ragnheiður og Bryndís ætla koma með mér í mátunarleiðangur en konan vildi endilega að ég mátaði, bara til að sjá hvort síddinn passaði. Ég reyndi að komast hjá því sökum þess að ég var illa lyktandi, í sitthvorum litnum af sokkum og í engum brjóstahaldara. hahaha  En ég mátaði. Blush veit ekki hvað blessuð konan hefur haldið. En ef þetta er ekki týpískt ég þá veit ég ekki hvað.

Nu síðan sýndi hún mér einhverja skó sem voru jú allt í lagi, maður verður víst að fórna puma skónum einn dag. Finnst samt frekar ömó að borga 9000 kr fyrir skó sem ég nota í 1 dag. Því ég veit að ég nota þá ALDREI afturSmile  Nú svo fór ég í Hagkaup og sá útundan mér í útsölurekkanum hvíta skó. SKokkaði að hillunni og viti menn, þarna voru alveg eins skór (nánast) í minni stærð, bara til eitt par og verðið....... HEILAR 750 kr á útsölu.  haha... Svo þessi dagur var ótrúlega góður og kláraði ég þarna á klukkutíma alveg 15% af brúðkaupslistanum.

vú hú hú

brúðurin


Boðskort

Um helgina ætla ég að hanna boðskortin. shit þarf maður ekki að senda þau með rosa miklum fyrirvara? Viljiði svo gjöra svo vel að skrifa í athugasemdir, annars hætti ég að blogga.

 

kv, brúðurin


My Love Style is...

Your Love Style Is...
Caring!
You seem to have it all worked out. You are emotional strong, warm and know how to love. More importantly you think with both your head and your heart allowing you to handle all romantic situations calmly. How did you get this smart!!

What is your Love Style? Find out at DatingTips.ws

Brúðkaupið okkar

Brúðkaupið okkar verður 26.maí 2007 kl. 17.30 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Veislan verður í safnaðarheimili kirkjunnar.


Staðan á skipulagningunni

Hei í dag er ég búin að blogga þrisvar. Ætli það þýði að ég þurfi ekki að blogga næstu 3 vikur? Ekki örvænta samt, mér finnst þetta nefnilega mjög skemmtilegt. Smile

Kirkja = Komið

Prestur = Komið

Salur = Komið

Hárgreiðslutími = Komið

Förðun = Komið

Brúðarbíll = Komið

Söngur og tónlist í kirkju = Komið

Mikilvægt og í vinnslu:

Brúðarkjóll

Prinsessukjólar

Hringar

Boðskort

Tónlist í sal

Endilega commenta ef þið hafið hugmynd af æðislegum kjól eða góðum DJ eða flottum hringum eða...

 


Neyðartaskan

Úff það er EINS GOTT að maður gleymi ekki neyðartöskunni. :)

Hér er um að ræða mikilvægan hlut sem engin ætti að láta vanta. Þetta er í fljótu bragði sagt taska eða poki með nokkrum nauðsynjavörum sem oft vilja gleymast. Þessi taska á að fylgja brúðurinni og einhver nákominn þarf að bera ábyrgð á því að hún sé til staðar allan tímann. Innihald töskunnar skiptist í mismunandi hópa.

· Verkjatöflur.
· Brjóstsviðstöflur, þær eru til sem tuggutöflur.
· Plástrabox með mis stórum plástrum í húðlit.
· Nefsprey, gott að nota ef það byrjar að leka úr nefinu.
· Hálsbrjóstsykur, hann eykur líka munnvatnið.
· Magastyllandi lyf eins og t.d. Samarin. Það er leyst uppí vatni og er gott við ónoti í maga.
· Dömubindi eða innlegg.

· Glært púður sem brúðhjónin geta notað fyrir myndatökuna.
· Blautklútar, þeir eru hentugir til handaþrifs o.fl.
· Tissjú-pakki úr mjúkum pappír svo nefið verði ekki rautt.
· Hárspennur (bobby pins) og nóg af þeim.
· Barnapúður (virkar m.a. mjög vel til að fela bletti á hvíta/ljósa kjólnum-bara rétt að bleyta og svo skella púðrinu yfir).
· Snyrtidót (ef eitthvað skildi týnast).
· Hreynsikrem fyrir andlitið og ef klínist í fötin.
· Fatarúlla. Alveg bráðnauðsynlegt, sérstaklega fyrir dökk föt.
· Svitalyktareyðir.
· Ilmavatn og rakspíri.
· Naglaþjöl.
· Naglalakk, þá sérstaklega ef brúðurinn er með litað naglalakk en einnig glært naglalakk til að stoppa lykkjuföll á nælon sokkabuxum.
· Naglalakkaeyðir.
· Lítil handklæði sem eru tilvalin til að setja um hálsinn þegar verið er að snyrta og laga andlitsmálinguna.
· Hárþurka. Hún nýtist ekki einungis fyrir hárþurkun heldur líka blaut svæði eftir blettaþvott á fötum.
· Hársprey og aðrar hárvörur (bursti, greiða, gel, glimmer o.fl.).
· Tannbursti og tannkrem.
· Eyrnapinnar.

· Nál og tvinni í ýmsum litum (fyrir brúður, brúðguma, foreldra o.fl.).
· Auka tölur og smellur.
· Straujárn.
· Auka sokkabuxur í þeim lit sem notast er við.
· Sikkrisnælu, þær eru til alls nýtanlegar.
· Lítil skæri.
· Blettaeyðir fyrir fataefni (til eru efni sem virka á misjafna bletti t.d. rauðvínsbletti-blóð-grasgræna o.s.frv.).

· Gott er að hafa litla símabók með upplýsingum um t.d. símanúmer og nöfn þeirra aðila sem verið er að kaupa þjónustu af (ljósmyndari, blómaverslun, veitingaþjónusta, söngvarar o.fl.).
· Hleðslutæki fyrir GSM-símann.
· Auka myndavélar.
· Svaladrykki, sótavatnið er m.a. gott til notkunar á blettahreynsun.
  Límbandsrúlla, maður veit aldrei hvað þarf að líma saman (kökutoppurinn, skóhælar eða kerti).

:) Það er spurning um að fara fjárfesta í GÁMI!! Þetta kemst ekki fyrir í TÖSKU :)

 


Engin niðurtalning?

Mér til mikillar furðu er engin niðurtalning á þessu bloggi, allavega hef ég ekki fundið hana. :(

Það hefur líka borið á því að fólk geti ekki skrifað í athugasemdir. Ég ætla sjá hvort það virkar núna hérna, annars færi ég mig á annað blog. Rétt í þessu var ég að klára að skrifa tékklistann fyrir brúðkaupið og ég verð bara að segja að ég skil ekki þetta stress í fólki, ég hef nógan tíma :)

Það er nú alveg makalaust þessi tékklisti á brudkaup.is :) Ég hló mig máttlausa að lesa hann. Læt hér fylgja nokkra gullmola:

9-12mán fyrir brúkaup 

  • Ákveða liti og þema á blómunum. Oft er talað um að ákveðið þema sé notað þ.e. að sömu blóm og litir eru notað í allar skreytingar og í brúðarvöndinn, jafnvel kerti og servéttur. Það þarf t.d. að panta brúðarvöndinn (muna eftir auka litlum vendi til að kasta til ógiftra kvenna), barmblóm fyrir svaramennina og brúðgumann og svo ef þið viljið þá þarf líka að panta: blómakörfur, skreytingar í kirkju, skreyting á brúðarbílinn, skreyting í veislusalinn o.fl.

Er þetta eitthvað djók? Á ég að ákveða blómin ári fyrir brúðkaupið? Ég ætla mér að gera þetta svona mánuði fyrr, tekur kannski klukkutíma.

4-6mán fyrir brúðkaup

  •  Það er ágætis regla að fara í skoðun til tannlæknis og heimilislæknis.  Við vitum aldrei hvenær t.d. tannpína gerir vart við sig Hvað þá ef við erum með of háan blóðþýsting sem gæti valdið vanlíðan þegar álag og streita fer að segja til sín við undirbúninginn.
  To late... svo ég strokaði þetta bara út
  • Það er í góðu lagi að minna mæður ykkar á að ákveða í hvaða fötum þær ætla að vera í. Þetta getur valdið hausverk en það má ekki gleyma að hægt er að leigja samkvæmisfatnað og því mikilvægt að hafa góðan fyrirvara.

hmm...þið segið nokkuð.

  • Kökuhnífur og spaði eru hlutir sem sum brúðhjón vilja eiga og því skemmtilegt að láta grafa nöfn og dagsetningu í sköftin.

í alvöru, vil fólk eiga svona :) ? án gríns ég er ekki að reyna vera neikvæð. finnst þetta bara ekkert spennandi að eiga kökuspaða :)

  • Sniðugt er að taka nokkra tíma í dansi fyrir brúðarvalsinn. Þetta er líka skemmtileg afþreying sem þið getið gert saman

:) Þetta er nú bara svona það sem mér fannst fyndnast.

Það sem við erum að byrja vinna í núna eru boðskortin, ætlum að hanna þau og prenta út. Nú svo er það brúðarkjóllinn. Þetta er svona efst á To do listanum mínum í febrúar.

Svo er ég að leita af bandi eða DJ í veisluna. ENdilega komið með tillögur.

kv, brúðurin 


Fyrsta bloggfærsla

jú hú nýtt blog hjá mér og nú þýðir ekkert að vera löt að skrifa því þessi síða er hluti af verkefni í skólanum. Ég ákvað að velja mér brúðkaupið okkar sem þema :) til að blogga um. Svo endilega fylgist með.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband